fbpx
Miðvikudagur 13.ágúst 2025
Fréttir

Talið að Rússar geri út glæpamenn til að vinna skemmdarverk í Evrópu og Bandaríkjunum

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. maí 2024 14:00

Er hann dauðvona? Mynd/AFP

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leyniþjónustur ýmsa ríkja sem styðja við Úkraínu hafa varað við því að líkur séu á því að rússneskir hermdarverkamenn séu nú gerðir út af örkinni frá Moskvu til þess að fremja skemmdarverk í ríkjunum. Þetta kemur fram í umfjöllun Daily Mail en ýmis tilvik á síðustu mánuðum renna stoðum undir þessa kenningu.

Þannig hafa dularfullir eldsvoðar blossað upp í verksmiðjum sem framleiða hergögn sem rata til Úkraínu auk þess sem netárásir og ýmis önnur skemmdarverk á innviðum hafa dunið yfir. Í mars var til að mynda kveikt í vöruhúsi í austur-London þar sem geymd voru hjálpargögn ætluð Úkraínu. Tveir menn voru handteknir vegna atviksins og er talið að þeir hafi tengsl við Rússland. Í apríl varð síðan sprenging í Suður-Wales, í eigu hergagnaframleiðandans BAE Systems, en þar voru framleidd hergögn sem ratað hafa til Úkraínu. Þá hafa átt sér stað svipuð atvik í Bandaríkjunum og Þýskalandi.

„Fullt af eldsvoðum sem við töldum að væru óhöpp eða einangruð tilvik reyndust svo tengjast,“ hefur miðillinn hefur ónefndum heimildarmanni sem bætti við að ýmislegt benti til að Rússar réðu dæmda glæpamenn og hægri öfgamenn í þessi verkefni.

Sagði viðkomandi að tjónið hingað til hefði verið minniháttar en aðferðirnar bentu til þess að Rússar væru orðnir mun árásargjarnari og fífldjarfari en áður. Því væru menn uggandi yfir.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs