fbpx
Miðvikudagur 21.maí 2025
433Sport

Maðurinn umdeildi tjáir sig í fyrsta sinn eftir brottreksturinn: Svaf hjá samstarfsmanni og er giftur – ,,Ég er enginn glæpamaður“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 12. maí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem hafa heyrt af manninum Willie Kirk sem komst í fréttirnar í raun um allan heim fyrr á þessu ári.

Kirk var þá rekinn úr starfi sem þjálfari kvennaliðs Leicester fyrir að sofa hjá leikmanni liðsins og var hann látinn fara um leið og málið komst í fjölmiðla.

Kirk hefur nú tjáð sig um hvað átti sér stað í fyrsta sinn en hann var rekinn fyrir um sex vikum síðan fyrir að brjóta vinnureglur.

Þessi ónefnda stúlka er enn á mála hjá Leicester og hefur sjálf ekki stigið fram.

,,Það eru nokkrir hlutir sem ég þarf að tjá mig um. Í fyrsta lagi þá höfum ég og eiginkona mín verið fráskilin í meira en ár. Fólk hugsar með sér að ég sé lélegur þjálfari, lélegur eiginmaður og slæm manneskja,“ sagði Kirk.

,,Einn leikmaður liðsins setti sig í samband við mig fyrir utan vinnu og sagði mér frá sínum tilfinningum. Ég taldi þetta vera fáránlegt og tók engan þátt. Ég hélt áfram að gera nákvæmlega það sama, það eru ákveðnar vinnureglur.“

,,Seinna þá meiddist hún undir lok árs og var í endurhæfingu utan æfingasvæðis, fyrir jól þá samþykkti ég að hitta hana fyrir utan vinnu. Hún var meidd og það að hittast hefði aldrei getað haft áhrif á liðsvalið eða mitt starf.“

,,Augljóslega þá reyndi ég að réttlæta þetta en það gerir hegðunina ekki ásættanlega. Eftir jól þá byrjuðum við að hittast einu sinni í viku, hún kom heim til mín og ég fór heim til hennar.“

Kirk tjáði sig svo um brottreksturin en hann segir að fólk hafi komið fram við sig eins og glæpamann eftir atvikið.

,,Eftir að ég viðurkenndi þetta þá var komið fram við mig eins og glæpamann og mér leið eins og ég væri glæpamaður,“ sagði Kirk.

,,Félagið hefði getað tekið betur á þessu máli. Þetta er auðvitað mér að kenna og ég hefði aldrei átt að taka þátt. Hvernig þeir tóku á málinu bjó til mikið af sögusögnum þær urðu stærri og fleiri.“

,,Ég er enginn glæpamaður, ég braut ekki af mér. Ég skemmdi mitt eigið umhverfi eins stórt og það er í sjálfu sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea

Fær grænt ljós frá Arsenal og fær að mæta Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fréttirnar um Klopp algjört kjaftæði

Fréttirnar um Klopp algjört kjaftæði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Myndband: Stríð meðal netverja eftir hið umdeilda atvik í Kópavogi – „Menn verða að hætta þessu“

Myndband: Stríð meðal netverja eftir hið umdeilda atvik í Kópavogi – „Menn verða að hætta þessu“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stórtíðindi frá Manchester

Stórtíðindi frá Manchester
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram

Tom Brady og félagar sparka 15 leikmönnum út – Willum og Alfons verða áfram
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun

Verður formlega leikmaður Liverpool á næstu klukkustundum – Flaug í gegnum læknisskoðun
433Sport
Í gær

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum

Umboðsmaður Klopp slekkur í nýjustu kjaftasögunum
433Sport
Í gær

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur

United skoðar að selja tvo til að fjármagna kaup á þessum tveimur