Granit Xhaka hefur ekki verið neitt annað en stórkostlegur fyrir lið Bayer Leverkusen á þessu tímabili.
Leverkusen stefnir á að vinna þrennuna á þessari leiktíð og hefur nú þegar tryggt sér sigur í Bundesligunni.
Liðið komst í úrslitaleik Evrópudeildarinnar á fimmtudag með því að gera 2-2 jafntefli við Roma á heimavelli.
Xhaka skapaði 10 færi fyrir liðsfélaga sína í þessum leik sem er met í Evrópudeildinni en hann á það ásamt Juan Mata.
Mata er fyrrum leikmaður Chelsea og Manchester United en hann bjó til tíu færi fyrir Valencia gegn Club Brugge fyrir 14 árum.