fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
433Sport

Ótrúleg uppákoma í Kórnum og langt hlé var gert – „Aldrei séð svona á öllum mínum árum“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 10. maí 2024 12:28

Kórinn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

45 mínútna hlé var gert á leik Ýmis og KH í Kórnum í gær þar sem skipta þurfti um aðstoðardómara. Liðin mættust í 4.deild karla.

Fótbolti.net fjallar um málið. Aðstoðardómarinn sem um ræðir er að stíga sín fyrstu skref í dómgæslu og var ekki með allar reglur á hreinu. Hljóp hann til að mynda alla hliðarlínuna en ekki bara þann helming sem hann átti að hlaupa sem línuvörður.

Eftir tíu mínútna leik var hringt í KSÍ þar sem bæði lið kröfðust þess að skipt yrði um aðstoðardómara. Langt hlé tók við en svo fór að Gunnar Oddur Hafliðason, Bestu deildardómari, tók við flagginu.

„Við hefðum viljað fá fyrstu 15 mínúturnar spilaðar aftur. Ég hef eiginlega aldrei séð svona á öllum mínum árum í kringum fótbolta sem er staðfest með því að leikurinn er stöðvaður. Auðvitað skiljum við að allir verða einhvern tímann að eiga sinn fyrsta leik en allir þurfa þó að fá verkefni við hæfi. Það er augljóslega eitthvað sem klikkaði hjá sambandinu við framkvæmd þessa leiks og okkur þótti vinnubrögðin mjög skrítin,“ segir Hallgrímur Dan Daníelsson, þjálfari KH, við Fótbolta.net.

Magnús Már Jónsson, dómarastjóri KSÍ, ræddi málið einnig við Fótbolta.net.

„Við þurfum alltaf að fjölga dómurum. Í þessu tilfelli var það óreyndur dómari sem fór á leikinn og hann var að taka sinn fyrsta leik. Hann er búinn að sitja námskeið hjá okkur og fá aðstoðardómarafyrirlestur. Hann sagðist hafa spilað í áhugamannadeild í Póllandi og líka spilað hér. Þetta höfum við gert í gegnum tíðina því þetta er svo ótrúlega mikið magn leikja sem við erum að manna,“ sagði Magnús meðal annars en dómarinn sem um ræðir ætlar ekki að gefast upp og fræða sig betur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl

Lögreglumaður skellir fram sleggju – Segir nokkra leikmenn í enska boltanum stunda veðmálasvindl
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir

Umdeild kaup eiganda Chelsea gætu dottið upp fyrir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum

Tveir risar vilja fá Kobbie Mainoo á næstu dögum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna

Segir frá því hver á skilið mesta hrósið nú þegar Ngumoha er að verða stórstjarna
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal

Þrír létust í skelfilegu slysi – Þekktur maður þar á meðal
433Sport
Í gær

Antony að fá draumaskiptin

Antony að fá draumaskiptin