fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
433Sport

Gary opnar sig um brotthvarfið frá KR – „Það veit þetta eiginlega enginn“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 7. maí 2024 20:30

Bjarni Guðjóns var þjálfari KR á þessum tíma og Gummi Ben aðstoðarmaður hans.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kom mörgum á óvart þegar Gary Martin var seldur frá KR til Víkings árið 2016. Hann ræddi söguna á bak við skiptin í hlaðvarpinu Chess After Dark.

Gary hafði þarna verið lykilmaður í KR en hann vann gullskóinn í efstu deild hér á landi tveimur árum fyrir skiptin til Víkings.

„Ég get sagt söguna af því af hverju ég var seldur, það veit þetta eiginlega enginn,“ sagði Gary í Chess After Dark.

„Á þessum tíma voru Milos (Milojevic) og Helgi Sigurðsson með Víking og Bjarni (Guðjónsson) og Gummi Ben með KR. Gummi Ben og Helgi Sig voru góðir vinir og ég held að Gummi hafi nefnt hvort þeir hefðu áhuga á mér. Helgi hefur sagt Milos og það næsta sem ég veit er að Víkingur leggur fram tilboð.“

Gary telur að KR hafi selt sig af fjárhagslegum ástæðum.

„Við klúðruðum árið 2015. Við vorum með svo góðan hóp og áttum að vinna tvennuna. Við vorum með dýrt lið þarna og það þurfti að losa einhvern. KR samþykkti tilboð frá Víkingi og Breiðablik. Þeir vildu ekki selja mig til Vals eða FH á þessum tíma.

Ég held þetta hafi snúist um peninga. Þeir reyndu að losa leikmenn á undan mér en það voru engin áhugasöm félög. Það var hægt að fá eitthvað fyrir mig, ég vann gullskóinn tveimur árum áður. Bjarni sagði mér að ef félagið myndi samþykkja tilboð þyrfti ég að fara. Þeir sóttu Hólmbert og Morten Beck. Eftir ellefu leiki voru þeir ekki komnir með mark, ég var markahæstur í deildinni og fór til Lilleström.“

Gary var spurður að því hvers vegna hann valdi Víking fram yfir Breiðablik.

„Breiðablik vildi ekki hafa ákvæði í samningi mínum um að ég fengi að fara í júlí. Víkingur bauð líka betri samning en þetta snerist ekki um það, þetta snerist um þetta ákvæði í júlí, ef ég fengi tilboð erlendis frá.“

Gary fékk einmitt tækifæri erlendis því hann hélt út til Lilleström í Noregi sumarið 2016. Einnig hefur hann spilað með Lokeren í atvinnumennsku. Á Íslandi hefur Gary, auk KR og Víkings, spilað með Val, ÍBV, ÍA, Selfossi og nú Víkingi Ólafsvík.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
433Sport
Í gær

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“

Gunnar hissa á umræðunni í kringum Hlíðarenda – „Eins og menn séu að mæta og heilsa upp á konuna þína“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
433Sport
Í gær

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda

Fær að æfa hjá Lampard á meðan hann leitar sér að nýjum vinnuveitanda
433Sport
Í gær

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk

Þetta hafa veðbankar að segja um fallbaráttuna – Bjartsýni fyrir hönd KR en Mosfellingar þurfa kraftaverk
433Sport
Fyrir 2 dögum

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði

Stóri Ange gæti strax farið í risastarf – Þó fjórir aðrir á blaði