fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
Fréttir

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 6. maí 2024 15:41

Sverrir Einar Eiríksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ákveðið hefur verið að hætta starfsemi skemmtistaðarins B5 í Bankastræti. Þetta kemur fram í tilkynningu eigandans, Sverris Einars Eiríkssonar.

Þetta kemur fram í færslu frá Sverri á Facebook. Þar segir hann:

„B5 Exit gæti maður sagt í gríni. Við höfum sem sagt ákveðið að einbeita okkur að rekstri skemmtistaðarins Exit í Reykjavík og höfum sagt skilið við Bankastrætið í góðri sátt við leigusala.

Við gerum þetta til að dreifa ekki kröftum okkar um of og stefnum á áframhaldandi gleði og gott gengi á Exit sem notið hefur gríðarlegra vinsælda í skemmtanalífi bæjarins.“

Báðum stöðunum var lokað í aðgerðum lögreglu fyrir þarsíðustu helgi, sem voru að kröfu ríkisskattstjóra. Exit hefur nú þegar verið opnað aftur, upplýsir Sverrir Einar í samtali við DV, en B5 hættir.

„Skatturinn baðst afsökunar á mánudagsmorgni og opnaði allt,“ segir Sverrir Einar. Vefversluninni Nýju Vínbúðinni var einnig lokað í þessum aðgerðum en var síðan opnuð aftur. Hótel Brim við Skipholt, sem Sverrir Einar rekur líka, er ennfremur í fullum rekstri en því hefur verið lokað nokkrum sinnum vegna leyfismála.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga

Stór aðgerð í Vesturbæ Reykjavíkur – Viðbragðsaðilar á Hjarðarhaga
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“

Egill segir samanburð Viðskiptaráðs kjánalegan – „Þetta er skrítin framsetning hjá Viðskiptaráði“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi

Þrír réðust á ungmenni í Hafnarfirði og ógnuðu með hnífi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“

Trump er ósáttur – „Andlega óhæfur bjáni“
Fréttir
Í gær

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“

Sigþór með skilaboð til reiða fólksins: „Forgangsröðunin verður að breytast núna ef ekki á illa að fara“
Fréttir
Í gær

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“

Gunni Helga reiður og pirraður: Áttaði sig á því í gær að launin hans hefðu lækkað – „Ég skammast mín fyrir að hafa ekki vitað um þetta fyrr“