fbpx
Föstudagur 31.október 2025
433Sport

Ókvæðisorðum stöðugt hreytt í Greenwood – „Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 29. apríl 2024 14:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Bordalas, stjóri Getafe, telur að Mason Greenwood líði afar vel hjá félaginu. Leikmaðurinn hefur þó orðið fyrir nokkru áreiti í leikjum undanfarið.

Greenwood er á láni hjá Getafe frá Manchester United en hann á sennilega enga framtíð hjá enska félaginu vegna mála hans utan vallar. Það er einmitt vegna þeirra sem Greenwood verður fyrir áreiti frá stuðningsmönnum annarra liða á Spáni.

Undanfarið hefur hann verið kallaður nauðgari og hann hvattur til að taka eigið líf til að mynda.

„Hann er rólegur, glaður og það er mjög vel komið fram við hann hér. Hann hefur sýnt frábæra hegðun á tíma sínum hér og liðsfélagar hans hjálpa honum líka,“ segir Bordalas en viðurkennir að Greenwood geti sennilega ekki látið köllin sem vind um eyru þjóta.

„Ég er viss um að köllin hafi áhrif á hann. Þið vitið mína skoðun, ég er á móti hvers konar áreiti, sama hver leikmaðurinn er. Meira get ég ekki sagt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals

Gareth Owen ráðinn tæknilegur ráðgjafi Vals
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít

Svona væri staðan ef föst leikatriði væru tekin úr jöfnunni – Arsenal og United væru í djúpum skít
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi

Stóra tilboðið til Salah frá Sádí Arabíu enn í gildi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar

Horfa til Manchester City þegar Marc Guehi fer næsta sumar
433Sport
Í gær

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli

Svíkur loforð skömmu eftir að hann gaf það – Húðflúr vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“

Þorsteinn útskýrir ákvörðun sína – „Gott að koma inn fyrsta markinu“