fbpx
Mánudagur 20.maí 2024
433Sport

15 þúsund manns hvetja hann í að vera áfram

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. apríl 2024 18:58

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúmlega 15 þúsund manns hafa skrifað undir bréf sem hvetur Bayern Munchen til að halda stjóra sínum, Thomas Tuchel, á næstu leiktíð.

Búið er að gefa út að Tuchel hætti eftir tímabilið en það var sameiginleg ákvörðun eftir erfitt gengi í vetur.

Bayern er búið að játa sig sigrað í baráttunni um þýska meistaratitilinn en getur enn unnið Meistaradeildina og er komið í undanúrslit.

Margir stuðningsmenn Bayern vilja gefa Tuchel annað tímabil á Allianz Arena og var hann sjálfur spurður út málið á blaðamannafundi í gær.

,,Þó þetta segi góða hluti um mig þá er þetta ekki eitthvað sem er í fyrirrúmi og það má ekki vera það,“ sagði Tuchel.

,,Næstu 11 daga þá snýst þetta um fótbolta og ekkert annað. Við viljum vinna allt sem við getum unnið og fá eins mörg stig og við getum í Bundesligunni og komast í úrslit Meistaradeildarinnar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu þegar Jóhann Berg var kvaddur í dag – Búinn að spila sinn síðasta leik

Sjáðu þegar Jóhann Berg var kvaddur í dag – Búinn að spila sinn síðasta leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sjáðu þegar Klopp söng nafn Slot fyrir framan stuðningsmenn á Anfield

Sjáðu þegar Klopp söng nafn Slot fyrir framan stuðningsmenn á Anfield
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel staðfestir að viðræður – ,,Náðum ekki samkomulagi“

Tuchel staðfestir að viðræður – ,,Náðum ekki samkomulagi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju

Sjáðu stórkostlegt mark Caicedo í dag – Skoraði frá miðju
433Sport
Í gær

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“

Auðunn Blöndal lýsir besta augnablikinu fyrir utan fæðingu barna sinna – „Eitt það erfiðasta sem ég hef horft á, það var svo mikið af tilfinningum“
433Sport
Í gær

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“

Af hverju var hann valinn í landsliðið? – ,,Engill og öllum líkar við hann“