fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Ritstjórn DV
Föstudaginn 26. apríl 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talsverð reiði ríkir vegna skemmdarverks sem framið var á styttu Einars Jónssonar myndhöggvara, Útlaganum, sem stendur á horni Suðurgötu og Hringbrautar.

Búið er að spreyja eða mála styttuna í gylltum lit og vakti þetta athygli vegfarenda sem áttu leið þarna fram hjá í gær, sumardaginn fyrsta.

Egill Helgason, sjónvarpsmaður og fjölmiðlamaður, gerir þetta að umtalsefni á Facebook-síðu sinni og þar leggja fjölmargir orð í bel. Þar á meðal Bubbi Morthens, Guðmundur Andri Thorsson og Ólína Þorvarðardóttir.

„Þetta virkar nánast eins og einhvers konar tilraun til listgjörnings. Virðist hafa verið nostrað við að koma gullhúðinni á. En er auðvitað bara skemmdarverk. Það verður ærið verk að hreinsa styttuna,“ segir Egill sem bætir við innan sviga að honum þyki vænt um styttuna enda alinn upp í hverfinu.

„Goðið mitt ! Ég er orðinn of gamall fyrir svona slappar uppákomur…“listgjörninga“ þeirra sem hafa ekki viðameira listrænt ímyndunarafl. Andskotans…,“ segir Hinrik Ólafsson leikari.

„Ekki borin virðing fyrir einu né neinu. Sorglegt að sjá öll þessi skemmdarverk. Það er eitthvað mikið að heima hjá fólki sem hagar sér svona,“ segir Dóra Einarsdóttir.

„Ömurlegt,“ segir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur og Bubbi Morthens bætir við: „Nei hættu nú alveg. Hversu ófrjóir geta menn verið? Ólína Þorvarðardóttir spyr til hvers ætti að hreinsa þetta af. „Það er ekki eins og styttan hafi verið máluð með skipamálningu. Þetta veðrast strax af,“ segir hún.

Vísir fjallaði um málið í gær og ræddi við Sigurð Trausta Traustason, deildarstjóra safneignar og rannsókna hjá Listasafni Reykjavíkur, og hann var ómyrkur í máli. „Þetta er skemmdarverk,“ sagði hann og taldi að þetta hefi gerst í fyrrinótt eða í gærmorgun. Þetta verði skoðað með forverði og tæknimönnum safnsins og reynt að hreinsa verkið. „En þetta er meiriháttar skemmdarverk,“ bætti hann við. Sagði hann að málið yrði tilkynnt til lögreglu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga