fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Heitar umræður um subbulegt brot Grétars – „Það er lukka fyrir Adam Ægi að standa ekki í báðar lappirnar“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Subbuleg tækling Grétars Gunnarssonar leikmanns FH hefur verið í umræðu undanfarna daga. Grétar Snær tók þá Adam Ægi Pálsson leikmanns Vals og bombaði hann niður í leik liðanna á miðvikudag.

Grétar tók tæklinguna undir lok leiksins þegar staðan var 3-0 en reglur KSÍ eru á þann veg að Grétar tekur út leikbann í bikarnum á næsta ári.

Þetta er umdeild regla enda býður hún upp á brot sem þessi þegar lið er úr leik og leikbannið er ekki tekið út í deildarleik.

Eftir leik fóru menn mikinn, Aron Jóhannsson leikmaður Vals kallaði eftir margra leikja banni en Heimir Guðjónsson þjálfari FH sagði að þetta hefði verið gult spjald í fyrra.

Málið var rætt á RÚV í bikarþætti í gær. „Ég held að báðir hafi rangt fyrir sér, hvorki margra leikja bann eða gult í fyrra. Ég hef séð þær verri, Aron og Heimir fara fram úr sér,“ sagði FH-ingurinn, Hörður Magnússon.

Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarþjálfari íslenska landsliðsins var á örðu máli. „Það er lukka fyrir Adam Ægi að stand ekki í báðar lappirnar, klárt rautt spjald,“ sagði Jói.

Gunnar Birgisson, fyrrum starfsmaður Landans á Rúv segir regluna um að rautt spjald fylgi ekki með í deildina vera hættulega. „Þú tekur ekki bannið með þér, yfir í deildina. Þarna er ekkert sem FH-ingar eru að kepap um, 3-0 og ekkert undir. Háskaleikur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Arsenal skrifaði söguna í gær

Arsenal skrifaði söguna í gær
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gerrard tekur að sér starf

Gerrard tekur að sér starf
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær

Slot opinberar hvað Van Dijk gerði eftir vonbrigðin í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn

Viðtal í gær vekur athygli – Hjólaði í eigin leikmann og gaf í skyn að hann væri eigingjarn
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir gott kvöld í Laugardalnum – Þrjár fá áttu
433Sport
Í gær

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur