fbpx
Laugardagur 18.maí 2024
Fréttir

Segir það verða sannkallaða martröð fyrir Rússa ef þeir ráðast inn í stórborgina Kharkiv

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 24. apríl 2024 04:05

Hluti af þeim hergögnum sem Rússar skildu eftir í Kharkiv þegar þeir hörfuðu þaðan 2022. Mynd:Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá orðrómur hefur verið á sveimi um hríð að Rússar hyggist ráðast á úkraínsku stórborgina Kharkiv, sem er næststærsta borg landsins, í væntanlegri stórsókn sinni í sumar. Ekki dró það úr orðróminum að Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, sagði nýlega að Kharkiv væri hugsanlegt markmið Rússa.

Institute for the Study of War (ISW) fjallaði nýlega um þetta í kjölfar ummæla Lavrov.

„Það er ekkert nýtt að Rússar hafi áhuga á að hertaka Kharkiv. En það sem er áhugavert er að nú er það beinlínis augljóst. Það bendir til ákveðinnar stríðsbjartsýni í Moskvu,“ sagði Jeanette Serritzlew, hernaðarsérfræðingur við danska varnarmálaskólann í samtali við TV2.

ISW segir að Lavrov hafi sagt að Kharkiv, sem er um 40 kílómetra frá rússnesku landamærunum, „gegni mikilvægu hlutverki“ í áætlunum Pútíns um að koma upp herlausu svæði (einnig kallað varðbelti). Slíku svæði er ætlað að vernda Rússland fyrir árás frá Úkraínu og þar má Úkraína hvorki vera með hermenn né vopn.

Voldomyr Zelenskyy, forseti Úkraínu, hefur áður varað við því að Kharkiv sé ofarlega á óskalista Pútíns.

Flemming Splidsboel, sérfræðingur í málefnum Rússlands, segir að það geti vel hugsast að Rússar vilji ná Kharkiv á sitt vald. Þar búi hálf önnur milljón manna og það væri þungt högg fyrir Úkraínu að missa borgina í hendur Rússa. Árás á hana myndi eyðileggja innviði hennar og mikill straumur flóttamanna myndi yfirgefa borgina.

Hann sagðist telja að það sé ekki auðveld ákvörðun fyrir Rússa að taka um hvort ráðast eigi á borgina. „Bardagar í borgum eru mjög erfiðir og engum líkar við þá. Það yrði martröð fyrir Rússa að ráðast inn í borg eins og Kharkiv og þeir myndu mjög líklega verða fyrir miklu tjóni. En það þýðir ekki að þeim detti þetta ekki í hug,“ sagði hann.

Serritzlew tók í sama streng og sagði að borgin freisti Rússa. Þetta yrði þá stærsta borgin sem þeir hafa náð á sitt vald síðan þeir náðu Maríupól. Flestir sigrar þeirra til þessa hafi verið litlir eða algjörlega eyðilagðir bæir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál

Öryggisverðir fylgja Bjarna hvert fótmál
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“

Rúnar Hroði gefst ekki upp: „Ég ætla að fara með þetta alla leið“
Fréttir
Í gær

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Í gær

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi

Sigmundur segir skemmdarverk framið á íslenskri tungu og nefnir fjölmörg dæmi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga

Mannbjörg varð þegar strandveiðibátur sökk norðvestur af Garðskaga