fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Var agndofa þegar Schweinsteiger lýsti framkomu Mourinho hjá United – „Mér var bara sparkað út úr klefanum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 18. apríl 2024 12:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bastian Schweinsteiger fyrrum miðjumaður Manchester United segir að Jose Mourinho hafi sparkað sér út úr félaginu. Þegar Mourinho tók við var Schweinsteiger bannað að koma inn í klefa liðsins.

Schweinsteiger hafði verið keyptur til United ári áður og lék undir stjórn Louis van Gaaal. Mourinho vildi hins vegar ekki hafa hann.

Schweinsteiger var seldur frá United í upphafi árs 2017 en hafði þá komið til baka og fengið örfáa bikarleiki.

„Þetta var árið 2016 og ég var með þýska landsliðinu, við fórum nokkuð langt á Evrópumótinu. Ég kom því aðeins seinna inn í undirbúningstímabilið og liðið var í æfingaferð í Bandaríkjunum,“ sagði Schweinsteiger í viðtali við Gary Neville sem var agndofa að heyra lýsingar þýska miðjumannsins.

„Á fyrsta degi var ég að æfa með Zlatan Ibrahimovic og fannst það frábært.“

„Næsta dag mæti ég á afmælisdaginn minn á æfingasvæðið. John Murtough (Yfirmaður knattspyrnumála) tók á móti mér og bannaði mér að fara inn í klefa, Mourinho hafði skipað þetta.“

„Það var enginn viðvörun, það hefði einhver getað útskýrt málið fyrir mér. Ég var sendur í klefa með U16 ára liðinu. Mér var bara sparkað út úr klefanum, ég varð að biðja Murtough að sækja fötin mín og dótið mitt.“

Schweinsteiger bað um fund með Mourinho sem hann fékk. „Ég bað um að ræða við stjórann, ég fékk fund síðdegis. Hann sagði mér að hann teldi mig ekki ánægðan í Manchester af því að endurhæfing mín hefði farið fram í Þýskalandi.“

Schweinsteiger hafði meiðst á tímabilinu á undan þegar Louis van Gaal var stjóri liðsins. „Ég var í sambandi við lækna United og horfði á leikina. Ég hafði rætt við Louis van Gaal þegar hann var þjálfari, hann vildi að ég kæmi um helgar og færi á leikina og hitti lælkna liðsins.“

„Þetta var okkar samkomulag, ég vildi bara ná heilsu og spila. Ég fór eftir öllu í okkar samkomulagi en félagið var ekki sammála.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift