fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Gregg að gera allt rétt í Vesturbænum – Telur þetta koma í veg fyrir að liðið berjist um titilinn allt til enda

433
Miðvikudaginn 17. apríl 2024 11:30

Gregg Ryder. Mynd - RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR hefur farið frábærlega af stað í Bestu deild karla og unnið báða leiki sína undir stjórn Gregg Ryder. Liðið var til umræðu í hlaðvarpi Íþróttavikunnar, þar sem farið var yfir leikina í Bestu deild karla.

„Það er heldur betur stemning í kringum þetta lið. Bjórkvöldin sem Gregg Ryder hefur boðað fyrir stuðningsmenn hafa þjappað hópnum saman. Hann er virkur í því að virkja stuðningsmennina og veit kannski að það gerist ekkert hjá KR nema stúkan og stuðningsmenn séu með. Það hefur verið lágdeyða yfir þessu undanfarin tvö ár eða svo en það var mikil stemning á föstudaginn og í fyrstu umferðinni líka. Það er eitthvað að gerjast þarna,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

„Þetta er „feel good-factorinn“ sem KR þurfti í byrjun móts, sérstaklega í ljósi þess að Gregg var ekki fyrsti maður á blaði í þetta þjáfarastarf. Hann er gjörsamlega búinn að ná stuðningsmönnum á sitt band,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson.

Hörður velti því upp hvort þetta KR-lið gæti hreinlega barist um titilinn.

„Þegar maður horfir á þetta lið á pappír, ef allir hitta á tímabilið sitt, er hægt að útiloka að þetta lið geti allavega gert atlögu að þessu lengi vel?“ spurði hann og Helgi tók til máls á ný.

„Það er ekkert útilokað. Eina ástæðan fyrir að manni finnst það ólíklegt eru bara gæði toppanna, þá aðallega Víkings. Þú þarft að eiga svo rosalega gott tímabil, myndi maður halda, til að vera þarna í toppnum. En leikmann fyrir leikmann er þetta eitt allra besta liðið og þeir virðast allir koma fljúgandi inn í þetta mót. Ég efast ekki um að þeir trúi því allir.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi

Barcelona leiðir kapphlaupið um táning en fær samkeppni frá Englandi
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig

Valur staðfestir að Túfa sé hættur sem þjálfari liðsins – Haukur Páll og Kjartan hætta einnig
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun