fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Eftir að hafa talað við vin sinn þá segir hann frá þeim vandræðum sem United er í utan vallar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 16. apríl 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jesse Marsch fyrrum þjálfari Leeds segir að allt skipulag og samheldni innan Manchester United sé í rúst. Þetta hefur hann eftir vini sínum Ralph Rangnick.

Rangnick stýrði United fyrir tæpum tveimur árum en hann tók tímabundið við áður en Erik ten Hag var ráðinn til starfa.

Rangnick var duglegur að ræða um vandamál United og vildi gera breytingar en í þær var ekki vel tekið, svo fór að Rangnick var ekki ráðinn ráðgjafi félagsins eins og planið var.

„Frá samtölum mínum við Ralph og aðra starfsmenn félagsins þá er nánast enginn samvinna í félaginu,“ segir March.

„Samtalið við útsendara, þá sem eru yfir fótboltanum, þeim sem ráða hjá félaginu er ekkert. Þess vegna leið þeim eins og það væri enginn framtíð þarna.“

Hann segir margt að hjá Manchester United í öllu skipulagi.

„Hjá bestu félögunum, að allir skilji hvert félagið vill fara og hvert það vill fara. Að allir séu með aga til að gera það sama alla daga, það verður til þess að félag getur náð langt.“

„Horfandi utan frá og miðað við það sem ég hef heyrt er það eitthvað sem United hefur tapað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi