fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Vill ekki fá krónu frá stórliðinu en heimtar að komast burt – ,,Vil ekki fá eina evru“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 14. apríl 2024 11:30

Luis Alberto.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Miðjumaðurinn Luis Alberto hefur ekki áhuga á því að fá borgaða eina evru frá Lazio er hann yfirgefur félagið í sumar.

Alberto er ákveðinn í því að kveðja Lazio en hann er gríðarlega óvinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins og vill ekki spila fyrir félagið til lengdar.

Samningur Alberto rennur út 2027 en hann vill einfaldlega að samningi sínum verði rift og vill komast annað án þess að Lazio þurfi að borga fyrir hans brottför.

,,Ég vona að ég geti notið þess að spila mína síðustu leiki hérna en við sjáum til. Þetta hafa verið erfiðari vikur en áður,“ sagði Alberto.

,,Ég ætla ekki að vera hluti af þessu verkefni á næsta ári, ég hef beðið félagið um að leysa mig undan samningi og ég vil ekki fá eina evru til viðbótar frá Lazio.“

,,Ég mun leyfa öðrum að njóta peninganna næstu fjögur árin, það er sanngjarnt miðað við hvað félagið hefur gefið mér.“

,,Að mínu mati er tíminn kominn fyrir mig til að leita annað og aðrir leikmenn geta notið launanna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína

Gylfi Þór tjáir sig um framtíð sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Rio sendir pillu á Carragher og minnir hann á orð hans sem eldast illa

Rio sendir pillu á Carragher og minnir hann á orð hans sem eldast illa
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney

Þetta í fari Salah og Van Dijk er áhyggjuefni fyrir Liverpool að mati Wayne Rooney
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“

Danski draumaprinsinn á Hlíðarenda: Endurhæfingin á réttu róli eftir áfallið í ágúst – „Ég er mjög stoltur, svona verðlaun gleðja“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp

Útskýrir af hverju Harvey Elliott kemst ekki lengur í hóp
433Sport
Í gær

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu