fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
433Sport

Svona var tölfræði Gylfa Þórs í fyrsta leik – Hvað gerist um helgina?

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 12. apríl 2024 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar hans í Val undirbúa sig nú fyrir aðra umferð Bestu deildar karla en liðið heimsækir Fylki á sunnudag. Gylfi átti frábæra frumraun í deildinni.

Gylfi var í byrjunarliði Vals sem vann góðan 2-0 sigur á ÍA í fyrstu umferð, hann lék þar 68 mínútur og tölfræði hans var góð.

Hjá tölfræðiveitu Fotmomb fær Gylfi 8,7 í einkunn fyrir frammistöðu sína. Hann var með 77 prósent heppnaðra sendinga í leiknum.

Gylfi skoraði eitt mark í leiknum en klikkaði á einu dauðafæri. Hann átti ellefu snertingar í teig ÍA í leiknum.

Gylfi fór í tvö návígi í leiknum og vann þau bæði. Hér að neðan er ítarleg tölfræði hans úr fyrsta leik.

Tölfræði Gylfa gegn ÍA:
Mínútur spilaðar – 68
Mark – 1
Heppnaðar sendingar – 27/35 (77 prósent)
Sköpuð færi – 4
Skot á markið – 3
Skot framhjá – 1

Klúðrað dauðafæri – 1
Snertingar – 52
Snertingar í teig andstæðinga – 11
Sendingar inn á þriðja vallarhelming – 3
Heppnaðar fyrirgjafir – 3/7 (43 prósent)
Vann boltann – 4 sinnum
Unnin návígi – 2/2

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Tuchel sagður vonast eftir tilboði frá United – Byrjaðir að ræða við umboðsmanns McKenna

Tuchel sagður vonast eftir tilboði frá United – Byrjaðir að ræða við umboðsmanns McKenna
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Þrátt fyrir Meistaradeild þarf Aston Villa að selja eina stjörnu

Þrátt fyrir Meistaradeild þarf Aston Villa að selja eina stjörnu
433Sport
Í gær

Tekur Varane afar óvænt skref út fyrir Evrópu?

Tekur Varane afar óvænt skref út fyrir Evrópu?
433Sport
Í gær

Mánuði eftir að þau sváfu saman hringdi konan með ansi óvenjulegar hótanir – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara

Mánuði eftir að þau sváfu saman hringdi konan með ansi óvenjulegar hótanir – Heimtaði þetta ef ekki ætti illa að fara