fbpx
Föstudagur 17.maí 2024
433Sport

Sakaðir um lygar í máli Gunnlaugs Fannars – „Svörin voru þannig að hann er ekki góður lygari“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Fannar Guðmunds­son hefur flakkað mikið í vetur en í október rifti hann samningi sínum við Keflavík, hann samdi svo við Fylki.

Eftir að hafa æft með Fylki og spilað í vetur kom það verulega á óvart að félagið rifti samningi hans.

Gefið var út að ekki væri pláss fyrir Gunnlaug Fannar í hóp hjá Fylki og í vikunni samdi hann aftur við Keflavík en samkvæmt Þungavigtinni var þarna verið að fara frjálslega með sannleikann.

„Olgeir Sigurgeirsson (Aðstoðarþjálfari Fylkis) sagði í viðtali við .net að hann væri ekki að fara að spila með liðinu og ekki að komast í hóp. Fylkir rifti við hann, hann var lykilmaður hjá Keflavík og hvað gekk á til að hann yrði ekki í hóp hjá Fylki? Finnst þér þetta ekki skrýtið?,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason stjórnandi Þungavigtarinnar.

Kristján Óli Sigurðsson segir margt benda til þess að eitthvað hafi gerst í æfingaferð liðsins. „Það gerðist eitthvað þarna, menn eru ekki að segja sannleikann. Það gerðist eitthvað í æfingaferðinni.“

Mikael Nikulásson segir að Olgeir hafi betur sleppt því að ræða málið því augljóst hafi verið að hann væri að ljúga.

„Olgeir er toppdrengur en hann hefur ekki verið mikið í viðtölum í gegnum tíðina, ég sá þetta og sá að miðað við svörin þá hefði fyrirsögnin geta verið „Ég er að ljúga“. Hann var einn af þremur skástu leikmönnum Keflavíkur í fyrra, hann er kannski ekki fyrsti maður á blað hjá Fylki og hann var alltaf að fara að spila eitthvað. Svörin voru þannig að hann er ekki góður lygari,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Svona er landsliðshópur Hollands fyrir EM – Ekkert pláss fyrir leikmann Arsenal

Svona er landsliðshópur Hollands fyrir EM – Ekkert pláss fyrir leikmann Arsenal
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin í síðasta sinn – Hvar endar titillinn og nær Manchester United Evrópusæti?

Ofurtölvan stokkar spilin í síðasta sinn – Hvar endar titillinn og nær Manchester United Evrópusæti?
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Spurður út í framtíð Guardiola hjá City – Segir fólk í kringum sig halda þetta

Spurður út í framtíð Guardiola hjá City – Segir fólk í kringum sig halda þetta
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verður ekki klár í úrslitaleikinn eftir að bakslag varð en þrír leikmenn United snúa aftur

Verður ekki klár í úrslitaleikinn eftir að bakslag varð en þrír leikmenn United snúa aftur
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ederson með brot í augntóft og missir af leikjunum tveimur þar sem City getur unnið báða titlana

Ederson með brot í augntóft og missir af leikjunum tveimur þar sem City getur unnið báða titlana
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tuchel sagður vonast eftir tilboði frá United – Byrjaðir að ræða við umboðsmanns McKenna

Tuchel sagður vonast eftir tilboði frá United – Byrjaðir að ræða við umboðsmanns McKenna
433Sport
Í gær

Rooney glerharður í beinni og ráðleggur United að gera þetta í sumar

Rooney glerharður í beinni og ráðleggur United að gera þetta í sumar
433Sport
Í gær

Keypti sér nýjan 120 milljóna króna bíl eftir að hafa stútað hinum

Keypti sér nýjan 120 milljóna króna bíl eftir að hafa stútað hinum