fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Sakaðir um lygar í máli Gunnlaugs Fannars – „Svörin voru þannig að hann er ekki góður lygari“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 11. apríl 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnlaugur Fannar Guðmunds­son hefur flakkað mikið í vetur en í október rifti hann samningi sínum við Keflavík, hann samdi svo við Fylki.

Eftir að hafa æft með Fylki og spilað í vetur kom það verulega á óvart að félagið rifti samningi hans.

Gefið var út að ekki væri pláss fyrir Gunnlaug Fannar í hóp hjá Fylki og í vikunni samdi hann aftur við Keflavík en samkvæmt Þungavigtinni var þarna verið að fara frjálslega með sannleikann.

„Olgeir Sigurgeirsson (Aðstoðarþjálfari Fylkis) sagði í viðtali við .net að hann væri ekki að fara að spila með liðinu og ekki að komast í hóp. Fylkir rifti við hann, hann var lykilmaður hjá Keflavík og hvað gekk á til að hann yrði ekki í hóp hjá Fylki? Finnst þér þetta ekki skrýtið?,“ sagði Ríkharð Óskar Guðnason stjórnandi Þungavigtarinnar.

Kristján Óli Sigurðsson segir margt benda til þess að eitthvað hafi gerst í æfingaferð liðsins. „Það gerðist eitthvað þarna, menn eru ekki að segja sannleikann. Það gerðist eitthvað í æfingaferðinni.“

Mikael Nikulásson segir að Olgeir hafi betur sleppt því að ræða málið því augljóst hafi verið að hann væri að ljúga.

„Olgeir er toppdrengur en hann hefur ekki verið mikið í viðtölum í gegnum tíðina, ég sá þetta og sá að miðað við svörin þá hefði fyrirsögnin geta verið „Ég er að ljúga“. Hann var einn af þremur skástu leikmönnum Keflavíkur í fyrra, hann er kannski ekki fyrsti maður á blað hjá Fylki og hann var alltaf að fara að spila eitthvað. Svörin voru þannig að hann er ekki góður lygari,“ sagði Mikael.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þorsteinn gerir enga breytingu

Þorsteinn gerir enga breytingu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki

Allt sagt á suðupunkti hjá Real Madrid – Leikmenn ekki hrifnir af Alonso og hans regluverki
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast

Stórar breytingar á VAR í kortunum – Einnig verður settur tímarammi á innkast
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði

Stuðningsmenn Arsenal halda að þetta sé árið þeirra – Sagan hins vegar ekki með í þeim í liði
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld

Áfall fyrir Arsenal – Tveir lykilmenn meiddir og ekki með í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi

Launapakki sem ekki hefur heyrst af áður og Birnir líklega sá launahæsti í sögu fótboltans á Íslandi