fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
433Sport

Ana Maria segir frá því að hún hafi átt kærasta í eitt ár – Fylgjendur hennar margir reiðir

433
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ana Maria Markovic leikmaður Grasshoppers í Sviss hefur sagt frá því að hún eigi kærasta, hefur þetta farið illa í fylgjendur hennar.

Ana Maria er oft nefnd fegursta knattspyrnukona í heimi. Ana segir frá því að hún og Tomas Ribeiro séu búin að vera par í eitt ár.

Hún vildi hins vegar halda því frá sviðsljósinu til að byrja með en Ana kemur frá Króatíu.

Ana Maria er 24 ára gömul og hefur verið orðuð við lið á Englandi. Enska pressan talar um hana sem fallegustu fótboltakonu í heimi.

Ana Maria kveðst þreytt á því að þurfa alltaf að tala um útlit sitt þegar áhugi hennar er fyrst og síðast á því að vera frábær knattspyrnukona.

„Munurinn á körlum og konum er mikill, ef ég er í mynd á bikiní eða Erling Haaland er á sundskýlu. Það er öruggt að hann fær engar athugasemdir um útlit sitt frá karlrembum,“ segir Ana Maria sem er landsliðskona Króatíu.

Ana Maria segir að það fari ekki í taugarnar á sér þegar talað er um hana sem fallega en þegar talað er um kynþokka þá finnst henni of langt gengið.

„Ég hef ekkert á móti greinum sem tala um mig sem fallegustu knattspyrnukonu í heimi eða eina af þeim fallegustu. Það gleður mig þegar ég er sögð falleg,“ segir Ana Maria.

„Það eru hins vegar greinar sem tala um mig sem kynþokkafyllstu fótboltakonu í heimi. Það situr bara ekki vel í mér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum

Bruno Fernandes daðrar við Spán og Ítalíu – Heldur áfram að vekja athygli með ummælum sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham

Fer líklega til Bandaríkjanna en ekki í faðm Messi og Beckham
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla

Forsætisráðherra til í að fara með Abramovich fyrir dómstóla
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar

Opnar sig um áhuga Manchester United í sumar
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Góð tíðindi af Orra
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“

Valtýr hellir sér yfir mann sem kom til Íslands á dögunum – „Það á bara að snúa honum við og senda hann úr landi“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fer frítt frá Liverpool

Fer frítt frá Liverpool
433Sport
Í gær

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu

Fullkrug fer líklega á láni til Ítalíu
433Sport
Í gær

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift

Lýsir miklum vonbrigðum eftir að samningnum var óvænt rift