fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Dómgæslan til umræðu – Þetta eru áhersluatriði hjá KSÍ dómurum í sumar

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 9. apríl 2024 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikil umræða hefur skapast um dómgæslu í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þar sem spjöldunum rigndi yfir leikmenn, breytingar virðast vera í áherslum dómara hér á landi í sumar.

KSÍ hefur vegna umræðunnar birt atriðin sem dómarar leggja áherslu á í sumar.

Dómaranefnd KSÍ gefur út áhersluatriði fyrir hvert keppnistímabil. Áhersluatriðin eru kynnt á sérstökum fundum sem haldnir með fulltrúum félaga fyrir hvert keppnistímabil. Á fundina eru boðaðir fulltrúar leikmanna og þjálfara frá hverju félagi og langflest félög senda sína fulltrúa á þessa fundi. Fundirnir í ár voru haldnir 4. apríl.

Áhersluatriði dómaranefndar KSÍ byggja á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra.

Mótmæli gagnvart dómurum

Hefur uppi mótmæli með orðum eða látæði t.d. sveiflar höndum.
Ögrandi hegðun í garð dómara – áminna skal fyrir slíka hegðun

Hópögranir eða hópast um dómarann

Við hópögranir ber að lágmarki að sýna einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið.

Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d. með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri.

Óíþróttamannsleg hegðun (áminning)

Sparka/kasta bolta burt eftir að leikur hefur verið stöðvaður.
Taka bolta og fara með hann.
Fara fyrir og eða hindra töku aukaspyrnu.
Leiktafir.

Boðvangur
Taka ber á allri ósæmilegri/óábyrgri hegðun þeirra sem eru á tæknisvæðinu. Sama hvort að um sé að ræða varamenn eða aðila úr starfsteymi liðanna. Einungis einum aðila er heimilt að standa fram í boðvangi í einu og þá einungis til að koma á framfæri leikrænum leiðbeiningum til sinna leikmanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir

Horfa til Haaland sem útilokar ekki að skipta yfir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“

Glódís með netta pillu: „Fyrst það er búið að eyða svona miklum peningum er svolítið skrýtið að það sé ekki hægt að nota völlinn“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“

Mynd af matnum sem var til sölu vekur óhug – „Myndi ekki gefa hundi þetta“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi

Meiðslavandræði Tottenham aukast – Tíu leikmenn fjarverandi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þorsteinn gerir enga breytingu

Þorsteinn gerir enga breytingu