fbpx
Fimmtudagur 30.október 2025
433Sport

Heimsfrægu pari meinaður aðgangur á kynlífsklúbb – Ástæðan er hreint ótrúleg

433
Mánudaginn 8. apríl 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ofurparinu Loris Karius og Diletta Leotta var meinuð innganga á kynlífsklúbb í Berlín af ansi furðulegri ástæðu. Þýska blaðið Bild fjallar um þetta.

Karius er knattspyrnumaður sem áður var á mála hjá Liverpool en er nú hjá Newcastle. Leotta er sjónvarpskona á Ítalíu.

Þau skelltu sér í frí til Berlínar á dögunum og ætluðu þar á staðinn Barghain, sem þekktur er fyrir kynlífspartí og teknó tónlist.

Parið fékk hins vegar ekki inngöngu og miðað við samtal á milli Leotta og vinkonu hennar sem Bild vitnar í er það vegna jakka sem hún var í.

„Ég var í fallega jakkanum mínum, þessum gula. Með bros á vör heilsaði ég dyravörðunum en mér hefur aldrei verið hafnað svona,“ skrifaði Leotta.

Talið er að reglur Barghain kveði á um að gestir skulu vera í dökkum klæðnaði. Gulur jakki Leotta hefði því ekki fallið vel í kramið þar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu

Fyrrum stórstjarna skiptir enn og aftur um vinnu
Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik

Hörmungar Liverpool halda áfram – Arsenal, Chelsea og City áfram og Newcastle henti Tottenham úr leik
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“

Lék fyrsta landsleikinn 17 ára gömul – „Þetta var algjör draumur“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur

Stelpurnar okkar áfram í A-deild eftir ansi sannfærandi sigur
433Sport
Í gær

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool

Ærandi þögn í klefanum hjá Liverpool