fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
433Sport

Umboðsmaðurinn bálreiður og fékk nú svar frá félaginu – ,,Ég get ekki beðið fram á Jóladag“

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. mars 2024 18:00

Alphonso Davies. Mynd: Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Max Eberl, yfirmaður knattspyrnumála Bayern Munchen, hefur svarað umboðsmanni bakvarðarins Alphonso Davies.

Umboðsmaður Davies tjáði sig opinberlega í vikunni og vill meina að Bayern sé að koma illa fram við sinn mann.

Davies er sterklega orðaður við Real Madrid þessa dagana en hann verður samningslaus á næsta ári.

Bayern er búið að bjóða Davies nýjan samning en sá kanadíski ku vera ansi óánægður með það tilboð.

Bayern heimtar að Davies gefi liðinu svar strax í næsta mánuði eða þá koma með tilboð frá öðru félagi sem hægt er að samþykkja.

Það finnst umboðsmanni Davies ósanngjörn meðferð en hann vildi fá sumarið til að taka ákvörðun um eigin framtíð.

,,Að okkar mati höfum við boðið honum sanngjarnt og rétt samningstilboð,“ sagði Eberl í samtali við Sky Germany.

,,Á einhverjum tímapunkti þarftu að segja já eða nei, þannig er staðan. Ég get ekki beðið fram á Jóladag. Það er eðlilegt að þurfa að taka ákvörðun, hvort sem það sé Alphonso Davies eða annar leikmaður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið

Nýr leikmaður United fær stuðningsmennina á sitt band – Mynd frá því þegar hann var þriggja ára fer í loftið
433Sport
Í gær

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn

Ein skærasta stjarna Englands ræðir kynhneigð sína í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“

„Það léttir á öllu, það er bara svart og hvítt“
433Sport
Í gær

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild

Stórstjarna riftir samningi eftir skamma dvöl í sjöundu efstu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?

Langskotið og dauðafærið – Halda vandræði Liverpool áfram?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu

Enska úrvalsdeildin sendir frá sér yfirlýsingu
Sport
Fyrir 2 dögum

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal

Rashford bregst við færslu frá leikmanni Arsenal
433Sport
Fyrir 2 dögum

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“

Auðmjúka stjarnan á Íslandi – „Er bara eins og gaur út sveitinni“