fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fréttir

Óvenjulegt mál endaði fyrir dómi – Samtökin fengu 130 milljóna dánargjöf

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 20. mars 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þegar málinu er lokið mun stjórnin setjast yfir það hvernig við ráðstöfum þessu fé til skjólstæðinga okkar,“ segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpa, í samtali við Morgunblaðið í dag.

Á forsíðu blaðsins er greint frá óvenjulegu máli sem varðar einstakling sem ánafnaði samtökunum allar eigur sínar, 130 milljónir króna. Bróðir mannsins reyndi að fá erfðaskrána ógilta en án árangurs og hefur Hæstiréttur hafnað beiðni hans um kæruleyfi á úrskurði Landsréttar.

Forsaga málsins er sú að maðurinn, sem var ókvæntur og barnlaus, gerði erfðaskrá í viðurvist lögbókanda árið 2007. Þar kom fram að hann vildi ánafna SOS Barnaþorpum allar eigur sínar, þar á meðal húseign sem hann átti til helminga á móti móður sinni.

Þegar móðir hans lést keypti maðurinn hlut hennar og seldi svo húsið áður en hann keypti sér aðra íbúð. Í frétt Morgunblaðsins kemur fram að í umræddri erfðaskrá hafi gamla húsið verið tiltekið en ekki nýja íbúðin og um það snerist málið fyrir dómi.

Eftir að maðurinn lést var erfðaskráin í umsjá sýslumanns sem afhenti hana bróður hins látna. Var það ekki fyrr en skiptastjóri tók hana fyrir að SOS Barnaþorp fengu vitneskju um málið og fór málið fyrir héraðsdóm á síðasta ári þar sem bróðirinn gerði tilraun til að sækja sinn rétt.

Ragnar  segir við Morgunblaðið að þetta sé stærsta dánargjöf í sögu samtakanna. Málaferlin sýni mikilvægi þess að ganga vel frá erfðaskrám svo ekki komi til kostnaðarsamra réttarhalda. Segir Ragnar að skjólstæðingar samtakanna, fátæk börn, muni njóta gjafarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga

Stærsti gagnagrunnur íslenskrar tónlistar að hverfa – Hvorki ríkið né auglýsendur sýndu áhuga
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“

Hjón voru krafin um milljónir fyrir smávægilegt tjón – „Að leigja bíl á Íslandi er kviksyndi“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“

Eiríkur varð fyrir líkamsárás þegar hann var bæjarstjóri – „Ég var bara fljótur að koma mér undan þannig að það sá ekki á mér“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál

Gunnar Smári hugleiðir meiðyrðamál