fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Fréttir

Bandaríkin voru að sögn undirbúin undir það sem þykir „óhugsandi“ að gerist

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. mars 2024 04:17

Pútín var að sögn reiðubúinn til að beita kjarnorkuvopnum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það hljómar skelfilega og eiginlega óhugsandi að kjarnorkuvopnum verði beitt í Evrópu. En ef marka má orð hins virta bandaríska fréttamanns Jim Sciutto, sem starfar hjá CNN, þá munaði ekki miklu að kjarnorkuvopnum yrði beitt í Evrópu sumarið 2022.

CNN skýrir frá þessu og vísar í bók Sciutto, sem heitir „The Return of Great Powers“, sem kemur út núna í dag. Á grundvelli upplýsinga frá heimildarmönnum, sem standa Joe Biden Bandaríkjaforseta nærri, skýrir hann frá því að Bandaríkjamenn hafi undirbúið sig undir það sem þótti „óhugsandi“.

Bandaríkjamenn höfðu fengið fjölda upplýsinga um að Vladímír Pútín, Rússlandsforseti, myndi þrýsta á hnappinn skelfilega og skjóta kjarnorkusprengju á Úkraínu.

„Þetta var ekki bara kenning. Þetta byggðist á upplýsingum sem við fengum,“ sagði einn heimildarmanna Sciutto og annar sagði: „Við neyddumst til að skipuleggja þetta þannig að staða okkar væri eins góð og hægt væri ef það sem ekki var lengur óhugsandi myndi gerast.“

Ástæðan fyrir þessum fyrirætlunum Pútíns var að Úkraínumönnum gekk vel á vígvellinum sumarið 2022. Þeir höfðu sótt hart að Rússum, sérstaklega í Kherson, og hrakið þá frá herteknum svæðum.

Nú er staðan önnur og það eru Rússar sem eru með yfirhöndina og hafa unnið nokkra smásigra að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN

Miklir fjárhagserfiðleikar hjá körfuknattleiksdeild UMFN
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda

Lýsir yfir áhyggjum af vanþekkingu forsetaframbjóðenda
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“

Þorgerður Katrín las Bjarna pistilinn: „Ég vil hvetja fólk til þess að skoða heimabankann hjá sér“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega

Langveik ung kona fékk liðsauka í barningi sínum við Sjúkratryggingar – Sögð hafa þurft samþykki stofnunarinnar fyrir aðgerð sem læknir sagði nauðsynlega
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað

Allir efstu sex forsetaframbjóðendurnir hafa djammað