Umboðsmaðurinn Menno Groenveld hefur boðist til að taka að sér Mason Greenwood sem mun væntanlega finna sér nýtt félag í sumar.
Greenwood er samningsbundinn Manchester United en er í láni hjá Getafe á Spáni í dag og hefur staðið sig vel.
Talið er að Greenwood fái ekki að spila frekar fyrir United og verður líklega seldur í sumarglugganum.
Faðir Greenwood, Andrew, sér um hans mál í dag en Groenveld er viss um að hann geti hjálpað til fyrir næsta tímabil.
,,Þetta er leikmaður sem hentar minni umboðsskrifstofu. Hann er toppleikmaður,“ sagði Groenveld.
,,Auðvitað myndi þetta taka vinnu, mikið hefur gerst í hans lífi en svona leikmaður getur afrekað hluti. Það sem ég hef að segja í bransanum skiptir máli.“