Margir knattspyrnuaðdáendur voru steinhissa í gær er þeir fylgdust með leik Luton og Manchester United.
United vann þennan leik með tveimur mörkum gegn einu en Rasmus Hojlund gerði tvö fyrir gestina.
Enginn annar en Harry Styles var óvænt sjáanlegur í settinu hjá Sky Sports en um er að ræða heimsfrægan söngvara.
Styles er stuðningsmaður United og fylgist með leikjum liðsins en hann sást einnig í stúkunni á meðan leik stóð.
,,Var ekki hægt að auglýsa þetta fyrir leik!?“ skrifaði einn eftir að hafa séð Styles í settinu og bætir annar við: ,,Var hann að fela sig undir borðinu?“
Myndir af honum í gær má sjá hér.