Erik ten Hag, stjóri Manchester United hefur í undanförnum leikjum stillt upp sömu sóknarlínunni og það virðist vera að skila árangri.
Rasmus Hojlund, Marcus Rashford og Alejandro Garnacho hafa byrjað undanfarið.
Tölfræði United með þá saman í framlínu liðsins og ekki er áhugaverð, United hefur ekki tapað leik sem þeir þrír byrja.
United skorar að meltali 2,4 mörk í leik með þá í deildinni en aðeins eitt mark að meðaltali þegar þeir byrja ekki saman.
United vinnur 86 prósent leikja með þá í fremstu víglínu en aðeins 44 prósent leikja án þeirra.