Í þeim hlutum leiksins sem Declan Rice og Jude Bellingham eru ekkert sérstaklega öflugir gæti Kobbie Mainoo verið púslið sem enska landsliðinu vantar.
Þessi 18 ára miðjumaður hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu sína með Manchester United undanfarnar vikur.
Mainoo er í mjög stóru hlutverki hjá United og er búist við því að hann verði valinn í næsta hóp hjá Gareth Southgate.
Þegar tölfræði miðjumanna er skoðuð sést að Mainoo er talsvert öflugri varnarlega en hinir tveir sem eiga fast sæti í enska landsliðinu.
Hann vinnur fleiri návígi og skilar af sér meiri varnarvinnu en þeir bræður. Tölfræði um þetta er hér að neðan.