fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Kostnaðurinn við skrifstofu KSÍ aukist um 82 milljónir í stjórnunartíð Vöndu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 19. febrúar 2024 12:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gríðarleg hækkun hefur orðið á skrifstofu- og rekstrarkostnaði KSÍ undanfarin ár. Þannig hefur kostnaðurinn aukist um 82 milljónir í stjórnunartíð Vöndu Sigurgeirsdóttur.

Vanda lætur af störfum sem formaður KSÍ á laugardag en ársreikningur sambandsins var birtur á föstudag.

Þar kemur fram að skrifstofu- og rekstrarkostnaður KSÍ var 405 milljónir á síðasta ári og var 8 milljónum meiri en gert var ráð fyrir.

Vekur þetta nokkra athygli enda hafði sambandið reiknað með að þessi kostnaðarliður myndi hækka um 46 milljónir á milli ára, þrátt fyrir að gert hafi verið ráð fyrir auknum kostnaði var framúrkeyrsla.

Vanda tók við sambandinu haustið 2021 en það árið var skrifstofu- og rekstrarkostnaðurinn 323 milljónir og hækkunin í hennar tíð því 82 milljónir króna.

Eru aukinn kostnaður og útgjöld sambandsins það sem aðildarfélögin og ÍTF (Íslenskur toppfótbolti) hafa gagnrýnt hvað mest að undanförnu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti

Á meiri möguleika á HM eftir komu Ancelotti
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mjög hræddur þegar hann heimsótti landið í fyrsta sinn – ,,Ég vissi ekki hvað var í gangi“

Mjög hræddur þegar hann heimsótti landið í fyrsta sinn – ,,Ég vissi ekki hvað var í gangi“
433Sport
Í gær

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United

Gleymdi maðurinn líka til sölu hjá United
433Sport
Í gær

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá
433Sport
Í gær

Sádarnir vilja kaupa félag í næstu efstu deild á Englandi – Viðræður hafa átt sér stað

Sádarnir vilja kaupa félag í næstu efstu deild á Englandi – Viðræður hafa átt sér stað
433Sport
Í gær

Goðsögn hjá United ætlar ekki að endurnýja ársmiða sinn eftir framkomu félagsins

Goðsögn hjá United ætlar ekki að endurnýja ársmiða sinn eftir framkomu félagsins