Samkvæmt Twenty First Group sem er tölfræðifyritæki eru mestar líkur á því að Liverpool verði enskur meistari í vor.
Líkur Manchester City minnkuðu um 17 prósent með jafntefli gegn Chelsea um helgina.
38 prósent líkur eru á því að Liverpool verði meistari, 37 prósent líkur á sigri City og 25 prósent líkur á að Arsenal vinni deildina.
Öll þessi lið hafa nánast tryggt sér Meistaradeildarsæti er það 99 prósent samkvæmt tölfræðinni.
Manchester United á 6 prósent meiri möguleika á Meistaradeildarsæti eftir sigur á Luton en Tottenham tapaði stigum.
92 prósent líkur eru á því að Burnley falli úr deildinni en Jóhann Berg Guðmundsson er leikmaður liðsins.