Bild í Þýskalandi segir það ekki í plönum FC Bayern að reka Thomas Tuchel þrátt fyrir mjög slakt gengi liðsins undanfarið.
Bayern hefur tapað tveimur deildarleikjum í röð og þá tapaði liðið fyrri leiknum gegn Lazio í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Tapið gegn Bochum um helgina vakti furðu enda á eðlilegum degi á Bayern að vinna Bochum.
Tuchel er í heitu sæti en samkvæmt Bild er það ekki í plönum félagsins að reka stjórann eftir rúmt ár í starfi.
Hansi Flick er nú orðaður við starfið en hann gerði áður vel með Bayern, hann tók svo við þýska landsliðinu en var rekinn úr starfi.