Fólkið í kringum Kylian Mbappe fundaði með forráðamönnum Manchester City áður en Mbappe tilkynnti að hann færi frá PSG í sumar.
Samningur Mbappe við PSG rennur út í sumar og hefur hann ákveðið að fara frítt frá félaginu.
Mestar líkur eru taldar á því að Mbappe fari til Real Madrid en nú er ljóst að Manchester City er með í samtalinu.
Cadena SER á Spáni segir ljóst að Real Madrid fái samkeppni og vísa til fundarins við City.
Mbappe er einn besti knattspyrnumaður í heimi en þessi 25 ára gamli leikmaður hefur verið í sjö ár hjá PSG