Napoli er sterklega að íhuga það að reka þjálfara sinn Walter Mazzarri fyrir leik gegn Barcelona í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.
Frá þessu greinir Frabrizio Romano en hann segir að Napoli muni taka endanlega ákvörðun í dag.
Gengi Napoli hefur verið skelfilegt á tímabilinu en liðið vann titilinn á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 1990.
Francesco Calzona er talinn líklegur til að taka við af Mazzarri og myndi Marik Hamsik, goðsögn Napoli, vera hluti af þjálfarateyminu.
Napoli er í níunda sæti deildarinnar og er níu stigum frá Meistaradeildarsæti eftir 24 leiki.