Nýjustu tíðindin af honum eru að honum hefur verið vikið úr embætti yfirmanns Svartahafsflota Rússa. Þetta segir breska varnarmálaráðuneytið vera mun líklegra en fyrri fréttir af honum. Rússnesk yfirvöld hafa þó ekki staðfest að honum hafi verið vikið úr embættinu.
Líklega var Sokolov rekinn úr embættinu vegna góðs árangurs Úkraínumanna í Svartahafi en þeim hefur tekist að sökkva og skemma fjölda rússneskra herskipa og einn kafbát. Breska varnarmálaráðuneytið segir einnig að ekki sé útilokað að stjórnunarstíll hans hafi einnig átt hlut að máli varðandi starfsmissinn.
Bretarnir telja líklegt að næstráðandi hans, Serhei Pyntjuk, hafi tekið við sem yfirmaður Svartahafsflotans.