fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Viðurkennir að þeir séu úr leik í titilbaráttunni – ,,Þurfum að vera raunsæir“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 15:33

Adrien Rabiot / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adrien Rabiot, leikmaður Juventus, viðurkennir að það sé í raun ekki möguleiki fyrir félagið að berjast um titilinn á Ítalíu þetta árið.

Juventus er með 54 stig í öðru sæti deildarinnar en liðið gerði jafntefli við fallbaráttulið Verona í gær, 2-2.

Inter er með 63 stig á toppnum og á leik til góða og hefur aðeins tapað einum leik af 24 hingað til.

Rabiot segir að Juventus sé einfaldlega ekki í titilbaráttunni og að það sé mikilvægt að vernda annað sætið – AC Milan er í þriðja sæti með 52 stig.

,,Við verðum að vera raunsæir, Inter er að sækja titilinn og við þurfum að vernda okkar annað sæti,“ sagði Rabiot..

,,Við erum með 54 stig, við þurfum að finna fyrrum styrk og berjast fyrir þessu sæti. Við vorum alltof hægir í kvöld.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér