Það er útlit fyrir það að Callum Wilson verði frá út tímabilið eftir að hafa meiðst í 3-2 sigri á Nottingham Forest fyrr í mánuðinum.
Um er að ræða meiðsli á öxl en en Wilson er 32 ára gamall og treystir Newcastle mikið á hann í fremstu víglínu.
Englendingurinn hefur verið mikið meiddur á sínum ferli og er útlit fyrir að sæti hans í hóp enska landsliðsins á EM sé í mikilli hættu.
Samtals hefur Wilson misst af tæplega þremur árum af sínum ferli vegna meiðsla sem er enginn smá tími – núverandi meiðsli eru þar meðtalin.
Möguleiki er á að Wilson sé búinn að spila sinn síðasta leik fyrir Newcastle en hann verður samningslaus sumarið 2025 og er óvíst hvort samningur hans verði framlengdur.