Breiðablik vann öruggan sigur á Grindavík í Lengjubikar karla í dag þar sem tvær tvennur voru skoraðar.
Aron Bjarnason gerði tvö fyrir þá grænklæddu en hann kom til félagsins fyrr í vetur og þá skoraði Dagur Örn Fjeldsted einnig tvö.
Vuk Oskar Dimitrijevic skoraði eina mark FH sem vann Vestra með einu marki gegn engu.
Fylkir vann þá sannfærandi sigur á ÍBV þar sem Benedikt Daríus Garðarsson skoraði þrennu og stal senunni í þeirri viðureign.
Breiðablik 4 – 0 Grindavík
1-0 Aron Bjarnason
2-0 Dagur Örn Fjeldsted
3-0 Aron Bjarnason
4-0 Dagur Örn Fjeldsted
Vestri 0 – 1 FH
0-1 Vuk Oskar Dimitrijevic
Fylkir 4 – 0 ÍBV
1-0 Benedikt Daríus Garðarsson
2-0 Benedikt Daríus Garðarsson
3-0 Benedikt Daríus Garðarsson
4-0 Guðmar Gauti Sævarsson