Luis Enrique, stjóri Paris Saint-Germain, var mikið spurður út í sóknarmanninn Kylian Mbappe á blaðamannafundi í gær.
Mbappe er sterklega orðaður við brottför frá PSG en hann verður samningslaus í sumar og má fara frítt.
Greint var frá því í vikunni að Mbappe væri búinn að taka ákvörðun um að kveðja franska stórliðið.
Enrique segist ekki hafa neinar áhyggjur og að enginn leikmaður liðsins sé stærri en félagið.
,,Við höldum bara áfram að æfa og spila okkar leiki,“ sagði Enrique á blaðamannafundi.
,,Þetta félag er stærra en einhver einn leikmaður, það eru okkar skilaboð. Óttast ég eitthvað? Nei. Það eru sögusagnir í gangi í hverri viku.“