Stórfurðulegt atvik átti sér stað á föstudag er West Bromwich Albion tók á móti Southampton í næst efstu deild.
Þjálfari West Brom, Carlos Corberan, var rekinn af velli eftir aðeins sex mínútur og var ástæðan sérstök.
Corberan virtist hafa sparkað í boltann á meðan hann var enn í leik og fékk í kjölfarið beint rautt spjald.
Corberan var viss um að boltinn væri farinn útaf og ætlaði að stöðva hann svo leikmaður gæti tekið innkast.
Sjón er sögu ríkari.
Carlos Corberan has just been shown a red card by the referee for touching the ball when it was still on the field of play. Never seen that before 🤷♂️ pic.twitter.com/KpeqCtCs2Z
— Matt Jones (@MJones1875) February 16, 2024