Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, ræddi við framherjann Ivan Toney í gær eftir leik liðsins við Brentford.
Toney komst á blað í 4-1 tapi Brentford en hann er mikilvægasti leikmaður liðsins og er að öllum líkindum á förum í sumar.
Ekki nóg með það heldur er Toney stuðningsmaður Liverpool og ræddi það stuttlega við Klopp eftir leikinn.
,,Þetta var meira ég að brosa til hans, það er mjög erfitt að eiga við þennan leikmann. Ég notaði annað orð en það er erfitt að glíma við hann,“ sagði Klopp sem kveður Liverpool í sumar.
,,Hef ég rétt fyrir mér í því að hann sé stuðningsmaður Liverpool? Hann er ekkert hræddur við að segja það?“
,,Þá get ég alveg eins viðurkennt það aðvið töluðum aðeins um það og hann óskaði mér góðs gengis eftir tíma minn hér. Þetta var ánægjulegt samtal okkar á milli.“