Erling Haaland, leikmaður Manchester City, átti alls ekki góðan leik í gær er liðið mætti Chelsea í ensku deildinni.
Haaland fékk svo sannarlega tækifæri til að skora í leiknum en tókst ekki að koma boltanum í netið í 1-1 jafntefli.
Norðmaðurinn var virkilega pirraður eftir leikinn og sást til að mynda ýta einni myndavél burt eftir lokaflautið.
Haaland hafði engan áhuga á að vera myndaður og vissi sjálfur af þeim mistökum sem hann gerði í viðureigninni.
Myndbandið má sjá hér.
🚨| Erling Haaland pushing the camera away after the draw against Chelsea
pic.twitter.com/4To55Tmodp— Red Card Alert (@collinabanter) February 17, 2024