fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
433Sport

Bað um númer systur vinar síns um leið: Sá hana og varð ástfanginn – ,,Eins gott að þú komir vel fram við hana“

433
Sunnudaginn 18. febrúar 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir sem muna eftir þeim Boudewijn Zenden og John Heitinga sem léku um tíma á Englandi.

Zenden lék fyrir bæði Liverpool og Chelsea en Heitinga var hjá Everton um tíma og eru þeir báðir frá Hollandi.

Það eru þó ekki allir sem vita það að Heitinga er giftur systur Zenden en þeir voru samherjar í hollenska landsliðinu um tíma.

Zenden hefur nú tjáð sig um hvernig þau tvö hittust og er frásögnin ansi skemmtileg.

,,Ég er ekki viss um að margir í Bretlandi viti af minni tengingu við John en allir í Hollandi vita þetta,“ sagði Zenden.

,,Við spiluðum saman á EM 2004 og þá sá hann systur mína í fyrsta sinn, þau hafa verið í sambandi síðan þá.“

,,Hann ákvað að biðja mig um númerið hennar og það eina sem ég sagði var: ‘Það er eins gott að þú komir vel fram við hana.’

Zenden gaf Heitinga því númer systur sinnar og hafa þau lifað hamingjusömu lífi síðan þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks

Ian Jeffs ráðinn þjálfari Breiðabliks
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér

Ten Hag sagður mjög efins um að taka starfið að sér