Það eru margir sem muna eftir þeim Boudewijn Zenden og John Heitinga sem léku um tíma á Englandi.
Zenden lék fyrir bæði Liverpool og Chelsea en Heitinga var hjá Everton um tíma og eru þeir báðir frá Hollandi.
Það eru þó ekki allir sem vita það að Heitinga er giftur systur Zenden en þeir voru samherjar í hollenska landsliðinu um tíma.
Zenden hefur nú tjáð sig um hvernig þau tvö hittust og er frásögnin ansi skemmtileg.
,,Ég er ekki viss um að margir í Bretlandi viti af minni tengingu við John en allir í Hollandi vita þetta,“ sagði Zenden.
,,Við spiluðum saman á EM 2004 og þá sá hann systur mína í fyrsta sinn, þau hafa verið í sambandi síðan þá.“
,,Hann ákvað að biðja mig um númerið hennar og það eina sem ég sagði var: ‘Það er eins gott að þú komir vel fram við hana.’
Zenden gaf Heitinga því númer systur sinnar og hafa þau lifað hamingjusömu lífi síðan þá.