fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Fréttir

Páll ósáttur við framferði palestínsks hælisleitanda hér á landi – Segir fullkomið stjórnleysi ríkja í málaflokknum

Ritstjórn DV
Laugardaginn 17. febrúar 2024 17:24

Páll Magnússon Mynd: Ernir Eyjólfsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Páll Magnússon, forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja, segir fullkomið stjórnleysi ríkja í málefnum hælisleitenda hér á landi, og rekur dæmi Palestínumanns sem lenti í hnífaslagsmálum hér á landi fyrir skömmu.

Páll bendir á að umsókn þessa manns um pólitískt hæli hér á landi hafi verið hafnað árið 2022. Tæpu ári eftir komu hans hingað til lands hafi honum síðan verið vísað brott frá landinu. Engu að síður hafi hann verið staddur hér fyrir skömmu og brotið af sér. Páll rekur sögu mannsins með þessum orðum:

„Í nóvember 2021 kom þrítugur Palestínumaður til Íslands og sótti um hæli sem pólitískur flóttamaður. Þrátt fyrir að maðurinn hefði þegar fengið vernd í Grikklandi og væri með gilt grískt vegabréf var honum ekki snúið þangað aftur heldur umsókn hans tekin til efnismeðferðar – og hafnað. Tæpu ári eftir komuna til landsins, í október 2022, komust yfirvöld að þeirri niðurstöðu að til að framfylgja brottvísun þyrftu lögreglumenn að fylgja manninum úr landi – til Grikklands. Í kjölfar mats á þeirri hættu sem stafaði af manninum var ákveðið að þrír lögreglumenn skyldu fylgja honum, en ekki tveir eins og vaninn er. Einnig var óskað eftir því að tekin yrði frá aftasta röðin í flugvélinni – og næsta röð fyrir framan hana ef hægt væri.“

Páll segir ennfremur:

„Ferðin gekk vel – gríska lögreglan tók á móti manninum í Aþenu og íslensku lögreglumennirnir þrír komu heim til Íslands 12. október. En daginn eftir, 13. október, kom Palestínumaðurinn líka aftur til Íslands. Og þrátt fyrir brottvísun í lögreglufylgd og endurkomubann var honum hleypt aftur inn í landið. Og hér er hann enn. Það síðasta sem fréttist af honum var í hnífabardaga í Fossvogi í fyrradag. Hann var sem sagt annar aðilinn í fréttinni sem fylgir hér með.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli

Gramir garðyrkjumenn flýja Karl konung – Nirfilsháttur og eitruð vinnumenning sögð fylgja stjórnsömum sprotakarli
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“

Sakar stjórnarandstöðuna um rógburð og lygar í garð strandveiðisjómanna – „Setja upp hvolpaaugu og ljúga“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan hamdi falskan partýsöng

Lögreglan hamdi falskan partýsöng
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum

Tíðni ristilkrabbameins hjá ungu fólki eykst hratt – Þróunin vekur ugg hjá vísindamönnum