Arsenal þarf að borga 60 milljónir punda fyrir vængmanninn Pedro Neto sem hefur verið orðaður við félagið.
Standard á Englandi greinir frá en um er að ræða öflugan Portúgala sem spilar með Wolves í úrvalsdeildinni.
Allar líkur eru á að Neto færi sig um set í sumar en talið er að hann vilji spila fyrir lið í Evrópukeppni.
Verðmiðinn er þó hærri en Arsenal bjóst við og er óvíst hvort liðið sé til í að borga 60 milljónir fyrir leikmanninn.
Neto yrði dýrasta sala í sögu Wolves ef hann fer á þá upphæð en hann hefur leikið þar frá árinu 2019.