Erik Tobias Sandberg varnarmaður frá Noregi er að ganga í raðir ÍA í Bestu deild karla. Kristján Óli Sigurðsson segir frá.
Sandberg er 23 ára gamall miðvörður frá Noregi en hann lék síðast í B-deildinni í Noregi með Jerv.
Hann hefur leikið marga yngri landsleiki fyrir Noreg en hann er þekktur fyrir það að vera góður vinur Erling Haaland.
Sanberg og Haaland voru liðsfélagar í yngri landsliðum Noregs.
Skagamenn eru mættir aftur upp í efstu deild og eru stóhuga fyrir komandi tímabil.
Mætir Haaland á írska daga? 🇮🇪 https://t.co/lxyUFgpp4S pic.twitter.com/5oyjXQmOkZ
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) February 15, 2024