Eddie Howe stjóri Newcastle vill losna við Dan Ashworth sem fyrst ef hann á að fara frá félaginu til Manchester United.
United vill fá Ashworth sem yfirmann knattspyrnumála en hann hefur verið í því starfi í tvö ár hjá Newcastle.
„Áhyggjur ykkar eru eðlilegar,“ segir Howe sem vill lausn á málinu sem fyrst.
„Ég veit ekkert rosalega mikið, en ég hef áhyggjur af þessu eins og margir.“
Ashworth hefur mikið að segja um plönin hjá Newcastle og sökum þess vill Howe lausn á málinu sem fyrst.
„Já hann hefur mikið að segja og hefur mikil völd, hann hefur mikla hæfileika og upplýsingar um okkar mál. Þetta er því skrýtin staða.“
„Ashworth hefur ekki sagt að hann vilji vera áfram, hvað sem gerist þá þarf lausn sem fyrst. Það er betra fyrir alla í þessu máli.“