Mesut Özil, fyrrum leikmaður Arsenal og Real Madrid, hefur ekki tekið því of rólega síðan skórnir fóru á hilluna.
Özil er 35 ára gamall í dag en hann ákvað að hætta í fyrra og spilaði sinn síðasta leik í mars 2023.
Þjóðverjinn hefur verið duglegur í ræktinni síðan þá og hefur bætt á sig þónokkrum kílóum af vöðvum.
Özil var alltaf í fínu standi sem leikmaður en var ansi grannur og ekki þekktur fyrir mikinn styrk.
Özil er í raun óþekkjanlegur eins og myndbandið hér fyrir neðan sýnir.
View this post on Instagram