Luis Suarez hefur staðfest það að hann sé að leggja skóna á hilluna eftir mjög farsælan feril sem knattspyrnumaður.
Suarez á að baki leiki fyrir lið eins og Ajax, Liverpool, Barcelona og Atletico Madrid.
Suarez gerði 12 mánaða samning við Inter Miami í MLS deildinni fyrr á þessu ári með möguleika á eins árs framlengingu.
Þetta verður síðasta félag Suarez sem er 37 ára gamall í dag.
,,Inter Miami verður mitt síðasta félag, ég get ekki verið hreinskilnari en það. Fjölskyldan veit af minni ákvörðun,“ sagði Suarez.
,,Ég er ekki búinn að ákveða dagsetninguna en þetta var mitt síðasta skref á ferlinum.“