fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
Fréttir

Árborg úthýsir gamla fólkinu í sumar – Spara 5 milljónir

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 13:30

Árbliki verður lokað í fimm vikur í sumar til að spara. Mynd/Árblik

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til stendur að loka dagdvölinni Árbliki á Selfossi í fimm vikur í sumar. Meirihluti Sjálfstæðismanna segir ástæðuna fyrir þessu vera sparnað og aukningu þjónustu.

38 eldri borgarar nýta þjónustu Árbliks, allt frá einum degi upp í fimm daga vikunnar. Þetta er þjónustuúrræði sem stuðlar að því að eldri einstaklingar geti búið lengur sjálfstætt á eigin heimilum. Þar er boðið upp á hreyfingu, góðan mat, aðstoð við persónulegt hreinlæti og félagslegri nærveru.

Bæjarstjórn Árborgar hyggst loka Árbliki í fimm vikur í sumar. Með þessu sparast fimm milljónir króna þar sem ráða þurfi færri í sumarafleysingar með tilliti til mótvægisaðgera.

„Mótvægisaðgerðir fela meðal annars í sér aukna einstaklingsbundna þjónustu í samræmi við þarfir hvers og eins þjónustunotanda. Auk þess hefur sumarlokun dagvalarinnar Árbliks þau áhrif að hægt er að veita fleirum þjónustu hina ellefu mánuði ársins, innan samnings við Sjúkratryggingar Íslands og með því fækka á biðlista,“ segir í bókun Braga Bjarnasonar og Brynhildar Jónsdóttur, bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Arna Ír Gunnarsdóttir og Sigurjón Vídalín Guðmundsson, fulltrúar Samfylkingar, leggjast alfarið gegn þessari sumarlokun.

„Það er afar slæmt fyrir þjónustunotendur að missa svo mikilvæga rútínu úr sínu lífi í 5 vikur þar sem fyrir marga einstaklinga er þátttakan í dagdvöl eina ástæða þess að fólk kemst út úr húsi,“ segir í greinargerð þeirra um málið. Fimm milljóna sparnaður réttlæti þetta ekki.

„Þrátt fyrir að Svf. Árborg þurfi að horfa í hverja krónu þá er þetta ekki há fjárhæð auk þess sem mögulegt er að spara þessa fjármuni annars staðar,“ segja þau.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“

Heiðrún segir fólki að anda rólega: „Merkilegt að sjá hve mörgu hefur verið haldið fram í fjölmiðlum sem stenst ekki skoðun“
Fréttir
Í gær

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“

Ásgerður sendir neyðarkall: „Það rignir yfir mig tölvupóstum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“

Birgir Örn segir hægt að afstýra mörgum kynferðisbrotum með einföldum hætti – „Hennar vilji er alltaf mikilvægari en þín mínútugredda“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“

Sara gagnrýnir kennaranámið: „Ég þarf ekki að mæta í heil­an tíma og gera þessa hluti“