fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Fréttir

Rússar taka mörg þúsund gamla skriðdreka úr geymslum vegna mikils tjóns í Úkraínu

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 15. febrúar 2024 07:30

Rússneskur skriðdreki. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leiðandi rannsóknarmiðstöð segir að Rússar hafi misst rúmlega 3.000 skriðdreka í stríðinu í Úkraínu. Þetta er sá fjöldi skriðdreka sem rússneski herinn var með í notkun áður en Rússar réðust inn í Úkraínu.

En Rússar eiga mikið af hergögnum á lager, þar á meðal af brynvörðum ökutækjum á borð við skriðdreka. Raunar eiga  þeir svo mikið af þeim að þeir eiga nóg í nokkur ár miðað við að þeir haldi áfram að missa svo mörg ökutæki í Úkraínu.

Þetta segir breska rannsóknarmiðstöðin International Institute for Strategic Studies í árlegri skýrslu sinni um stöðu hernaðarmála í heiminum. Sky News segir að í skýrslunni komi fram að rússnesk stjórnvöld hafi getað skipt á gæðum fyrir magn með því að sækja mörg þúsund gamla skriðdreka í geymslur. Þeir geti „hugsanlega haldið mikið tap út í þrjú ár og bætt það upp með skriðdrekum af lager“.

Í skýrslunni kemur fram að Rússar séu nú með 1.750 virka skriðdreka í notkun, þar á meðal marga sem eru margra áratuga gamlir og einnig nýja. Þeir eru sagðir eiga 4.000 til viðbótar í geymslum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar

Mannslát á Kársnesi: Gæsluvarðhald framlengt til 13. janúar
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”

Björn Leví lætur gamlan kollega heyra það – „Það væri fínt að losna við hann úr þinginu”
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur

Hjón réðust til atlögu við annan af hryðjuverkamönnum á Bondi-strönd en lifðu það ekki af – Hyllt sem hetjur
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Halldór Blöndal er látinn

Halldór Blöndal er látinn
Fréttir
Í gær

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“

Manuela Ósk svarar Helenu – „Í flestum tilfellum farið með hreinar rangfærslur“
Fréttir
Í gær

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu

Hetjan í Ástralíu rýfur þögnina – Meiðslin miklu alvarlegri en talið var í fyrstu
Fréttir
Í gær

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“

Safnað fyrir Gunnar Inga sem á langt bataferli framundan – „Fyrir algjört kraftaverk var lífi hans bjargað“
Fréttir
Í gær

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast

Verðkönnun á jólakjöti – Sjáðu hvar það er ódýrast og hvar það er dýrast