fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
433Sport

Setur gríðarlega pressu á systur sína – ,,Allt fyrir neðan það væru vonbrigði“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 14. febrúar 2024 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reece James, leikmaður Chelsea, skorar á systur sína að ná 40 mörkum á þessu tímabili – eitthvað sem er ansi ólíklegt.

Lauren James er systir Reece en hún leikur einnig með Chelsea og er með 12 mörk í 12 leikjum hingað til.

Bróðirinn vill heldur betur mikið frá systur sinni í vetur en hún er gríðarlega mikilvægur hlekkur í framlínu kvennaliðs Chelsea.

,,40 mörk kannski? Allt fyrir neðan 40 mörk væru vonbrigði,“ sagði James í samtali við ensku úrvalsdeildina.

,,Hún er með gæðin til að skora þrennu í hverjum einasta leik. Ég þarf ekki að gefa henni nein ráð, hún veit hvað hún þarf að gera.“

Lauren var ekki alveg á sama máli og bróðir sinn en hún stefnir á að ná 20 mörkum frekar en 40.

,,Ég vonast til að ná 20 mörkum. Sagði hann 40!? Já það kallast að setja sér há markmið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar

Hefur engan áhuga á því að fara frá United í sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum

Fimm sem gætu tekið við starfi Þorsteins í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“

Þorsteinn tjáir sig um framtíð sína – „Á örugglega eftir að setjast niður með yfirmönnum mínum“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til

Beckham reynir að kaupa landsliðsmann Argentínu til að hjálpa til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rooney nælir sér í 130 milljónir

Rooney nælir sér í 130 milljónir
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald

Lætur moldríka unnusta sinn fara og grunar hann um framhjáhald